Innlent

Barnabætur hafa verið greiddar

Böðvar Jónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Böðvar Jónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra. MYND/E.ÓL

All nokkrir hafa sett sig í samband við Vísi í dag til þess að forvitnast um greiðslu á barnabótum, þar sem bæturnar voru ekki greiddar út þann 1.desember. Það er Fjármálaráðuneytið sem hefur barnabæturnar á sinni könnu og því hafði Vísir samband við Böðvar Jónsson aðstoðarmann fjármálaráðherra.

„Barnabætur voru greiddar út þrjá mánuði fram í tímann þann 1.nóvember. Þannig að næst kemur til greiðslu þann 1.febrúar. Þá er spurning hvort fólk vilji fá þetta fyrir þriggja mánaða tímabil eða dreifa þessu eitthvað mánaðarlega," segir Böðvar sem gerir ráð fyrir því að fólk geti valið um hvernig það vilji fá þetta.

„Ríkisstjórnin hefur sagst ætla að gera það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×