Innlent

Fyrrum forsetaritari: Staðreyndir þvælast ekki fyrir Ólafi Ragnari

Róbert Trausti Árnason, fyrrum forsetaritari, segir að staðreyndir þvælist ekki fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Í Morgunblaðsgrein í dag segir Róbert Trausti að forsetinn sé í látlausu kapphlaupi við sjálfan sig.

Róbert Árni gerir nýlega grein Eiðs Guðnasonar, fyrrum sendiherra og ráðherra, að umfjöllunarefni. Í greininni skrifaði Eiður um fréttir af hádegisfundi forsetans með erlendum erindrekum í danska sendiráðinu 7. nóvember. Þar mun Ólafur Ragnar hafa gagnrýnt nágrannaþjóðirnar Svíþjóð, Danmörku og Bretland fyrir að hafa snúið baki við Íslendingum. Umsögn norska sendiherrans af fundinum lak í þarlenda fjölmiðla.

Eiður sagði að í Kastljósi nýverið hafi Ólafur Ragnar sagt að sendiherra Noregs hafi rangtúlkað og farið rangt með í skýrslu af hádegisfundinum. Skýrslu sem forsetinn hafi ekki séð. Eiður fór fram á öll tvímæli verði tekin af um hvað var sagt á hádegisfundinum. Róbert Trausti telur líklegt að sú beiðni verði áfram óskin ein.

Róbert Trausti segir að áreynslulaust láti Ólafur Ragnar staðreyndir ekki spilla leiftrandi frásögnum og fyrirhafnarlaust aðhyllist forsetinn andstæð viðhorf og stefnur. Það sé því ekki ráðlegt að knýja hann til svara.

,,Ólafur Ragnar finnur að hann er í trúnaðarsambandi við þann hluta þjóðarinnar sem finnst hann vera nánast hjartfólginn frændi eins og hinn mikli stýrimaður Maó," segir Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×