Lífið

Tori Spelling eignast dóttur

Beverly Hills stjarnan Tori Spelling og Dean McDermott eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn í gær. Þrettán marka hraust og pattaraleg dóttirin var tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Los Angeles. Hún hefur hlotið nafnið Stella Doreen McDermott.

Spelling er greinilega ekki jafn umsetin og aðrar óléttar stjörnur, en ekki komst upp að hún ætti von á barni fyrr en í mars, þegar hún var komin sex mánuði á leið.

Parið á fyrir eins ár son, og Dean á níu ára son frá fyrra hjónabandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.