Innlent

Stjórn Glitnis hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins

Stjórn Glitnis mælir með því við hluthafa að taka tilboði ríkisins líkt og stjórnarformaður bankans hafði gert fyrr í dag. Stjórn Glitnis kom saman til fundar í höfuðstöðvum bankans fyrr í dag.

Í tilkynningu til kauphallarinnar fyrir stundu kemur fram að hluthafafundur fari fram 11. október klukkan 17. Þar leggi stjórnin til að hlutafé félagsins verði aukið um 44,6 milljarða króna að nafnverði og að hlutirnir verði seldir ríkissjóði Íslands fyrir sex hundruð milljónir evra. Hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar vegna hækkunar þessarar. Verði tillagan samþykkt verði hlutafé félagsins nærri 59,5 milljarðar króna sem skiptist í jafnmarga hluti að

Fyrr í dag gaf Þorsteinn Már Baldvinsson, formaður stjórnarinnar, það út að hann hvetti alla hluthafa bankans til þess að samþykkja tilboð ríkisins í 75 prósenta hlut í bankanum.

Sagðist hann treysta því að ríkisvaldið myndi koma til móts við hluthafan sem yrðu fyrir tjóni og byði þeim sanngjarnt úrræði sem gæti dregið úr tjóni þeirra. Taldi Þorsteinn rétt að allir hluthafar vissu skoðun hans á málinu.

Þá sagði Þorsteinn að brýnt væri að aðilar slíðruðu sverðin og einbeittu sér að því að skapa ró um Glitni. Það þjónaði hagsmunum allra hluthafa Glitnis og viðskiptavina og drægi úr óvissu sem hefði mjög neikvæð áhrif á markaði við núverandi aðstæður.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×