Lífið

Vigdísarbolir til styrktar Bleiku slaufunni

Bleikar slaufur fást ekki bara í formi skartgripa í ár, en NTC styrkir Krabbameinsfélagið með sölu á sérhönnuðum stuttermabolum tileinkuðum átaki Bleiku slaufunnar. Mynd af Vigdísi Finnbogadóttur prýðir bolina.

„Það eru ekki allir sem ganga með skartgripi þannig að við ákváðum að fara aðra leið og um leið að gera eitthvað nýtt, segir Inga Rósa Harðardóttir sem hefur veg og vanda að verkefninu innan NTC. „Enda hafa bolirnir hitt í mark hjá yngri kynslóðinni nú þegar, sem er æðislegt." Bolirnir fást í svörtu og hvítu, í karla og kvenna stærðum og rennur allur ágóði af sölu þeirra óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

NTC fékk í lið með sér hönnuðinn Sylvíu Dögg Halldórsdóttur, sem kom með þessa skemmtilegu hugmynd að hönnun á bol. „Vigdís Finnbogadóttir hefur bæði sigrast á brjóstakrabbameini og er verndari Krabbameinsfélagsins, því þótti það samspil alveg kjörið," segir Inga Rósa.

„En Vigdís Finnbogadóttir var líka fyrst kvenna forseti í heiminum og sýnir það sterkan og öflugan kvenleiðtoga sem við viljum líka koma á framfæri."

Bolirnir fást í öllum verslunum NTC: Kultur, Galleri Sautján, Companys, Deres, Miss Sixty, Retro, Eva og Galleri húsinu Laugavegi 91.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.