Innlent

Fær hroll vegna ummæla Geirs

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að Geir H. Haarde telji ekki þörf á að útgjöld upp á rúmlega 90 milljarða í tengslum við ríkisvæðingu Glitnis þurfi samþykki Alþingis.

,,Ég er satt að segja verulega uggandi yfir því forsætisráðherra við annan mann og kannski fleiri telji sig geta leitt málið til lykta án atbeina Alþingis, nema þá til þess að blessa eftir á það sem þegar hefur verið löngu gert. Það fer eiginlega hrollur niður eftir bakinu þegar ég heyri þennan talsmáta," segir Kristinn á heimasíðu sinni.

Kristinn segir að leggja verður fyrir Alþingi frumvarp og afla heimilda til kaupa á hlutafénu og fjárveitingar fyrir kaupverðinu.

Glitnismálið grundvallast á samningum milli ríkisins og stjórnar Glitnis og þarf samþykkis hluthafafundar, að mati Kristins. Hann telur að hluthafafundurinn verði haldinn eftir viku. ,,Það er nægur tími til þess að leggja málið fyrir Alþingi á þeim tíma, ef nauðsynlegt er talið að samþykki þess liggi fyrir á undan hluthafafundi. Það er svo ljóst að ekkert skyldar Alþingi til þess að afgreiða málið með fjárveitingu fyrir sitt leyti fyrr en þinginu sýnist. Það er engin tímaþröng í málinu ef grannt er skoðað."

Kristinn segir að leggja verður fyrir Alþingi frumvarp og afla heimilda til kaupa á hlutafénu og fjárveitingar fyrir kaupverðinu.

Pistil Kristins er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×