Innlent

Ekkert bólar á aðgerðum

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Ekkert bólar enn á aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsvandans, en viðskiptaráðherra og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segja þær væntanlegar. Lífeyrissjóðirnir gætu tvöfaldað gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar með því að færa innistæður sínar í útlöndum heim. Landlæknir hefur áhyggjur af sálarlífi landsmanna í þessu ástandi.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun, en eftir þann fund hafði forsætisráðherra þetta að segja um hvort aðgerðir væru væntanlegar.

Og þar með sagðist Geir vera að flýta sér á Alþingi. Fréttamenn fylgdu honum út í bíl og aðspurður um hvenær kallað væri eftir peningum sem lofað var í samningi Íslands við þrjá norræna seðlabanka sagði hann þetta.

Og þar með var hann rokinn. Fulltrúar lífeyrissjóðanna funduðu með ráðherrum í dag um það að sjóðirnir kæmu að lausn vandans. Sérfærðingur hjá TD Securities sagði í samtali við Bloomberg í dag að Seðlabanki Íslands væri eini seðlabankinn í heiminum sem setið hefði hefði aðgerðarlaus hjá og ekki aðstoðað fjármálamarkaðinn.Allir væru hins vegar að bíða eftir því að bankinn gerði eitthvað.

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, útilokaði að verið væri að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán.

Í yfirlýsingu frá embættunum segir að gæta verði þess að umræðan verði ekki á þann veg að fólk festist í hringiðu hennar í stað þess að halda vinnu sinni og verðmætasköpunáfram. Áhersla er lögð á að óvönduð umræða um þessi mál sé skaðleg heilsunni og því mikilvægt að vanda hana og láta hana ekki fara úr böndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×