Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum 3. október 2008 09:59 Frá Helguvík. MYND/Pjetur Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. Verksmiðjan muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Þetta kemur fram í álti stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Það er Icelandic Silicon Corporation sem hyggst reisa verksmiðjuna en það er í eigu Tomahawk Development sem er í eigu íslenskra og danskra aðila. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 50 þúsund tonna framleiðslu á kísli en eftir á að úthluta fyrirtækinu losunarheimildir og sömuleiðis að semja um orku. Gæti þurft að sækja losunarheimildir til útlanda Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að mengun frá verksmiðjunni muni verða í lágmarki en þó muni verða losuð loftmengandi efni sem nemur hundruðum tonna á ári. „Þó svo að styrkur þeirra reiknist ávallt langt neðan viðmiðunarmarka reglugerða, þá telur Skipulagsstofnun áhrif þeirra nokkuð neikvæð," segir í álitinu. Skipulagsstofnun bendir á að umhverfisráðuneytið eigi eftir að úthluta 1,1 milljónum losunarheimilda sem hægt verði að sækja um á næsta ári. Fái kísilverksmiðjan ekki heimildir þá verði að líkindum að afla losunarheimilda erlendis. Forsvarsmenn Icelandic Silicon Corporation hyggjast reyna að hagnýta eða farga koldíoxíði en Skipulagsstofnun segir mörgum spurningum ósvarað áður en hægt verði að fullyrða um árangur þess. „Það er því mat Skipulagsstofnunar að kísilverksmiðjan hafi töluverð neikvæð áhrif með losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður ber að hafa í huga möguleg jákvæð áhrif starfseminnar á losun gróðurhúsalofttegunda, en þau felast í því að fullunnar sólarrafhlöður afla 10-20 sinnum meiri orku en fór til að framleiða þær og því er von til þess að sú orkuöflun komi í stað aðferða sem hafa í för með sér enn meiri losun gróðurhúsalofttegunda," segir Skipulagsstofnun. Veruleg óvissa um orkuöflun Þá bendir Skipulagsstofnun á að veruleg óvissa ríki um orkuöflun til kísilverksmiðjunnar. „Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu kísilverksmiðjunnar þar til niðurstaða liggur fyrir um flutning," segir í álitinu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. Verksmiðjan muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Þetta kemur fram í álti stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Það er Icelandic Silicon Corporation sem hyggst reisa verksmiðjuna en það er í eigu Tomahawk Development sem er í eigu íslenskra og danskra aðila. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 50 þúsund tonna framleiðslu á kísli en eftir á að úthluta fyrirtækinu losunarheimildir og sömuleiðis að semja um orku. Gæti þurft að sækja losunarheimildir til útlanda Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að mengun frá verksmiðjunni muni verða í lágmarki en þó muni verða losuð loftmengandi efni sem nemur hundruðum tonna á ári. „Þó svo að styrkur þeirra reiknist ávallt langt neðan viðmiðunarmarka reglugerða, þá telur Skipulagsstofnun áhrif þeirra nokkuð neikvæð," segir í álitinu. Skipulagsstofnun bendir á að umhverfisráðuneytið eigi eftir að úthluta 1,1 milljónum losunarheimilda sem hægt verði að sækja um á næsta ári. Fái kísilverksmiðjan ekki heimildir þá verði að líkindum að afla losunarheimilda erlendis. Forsvarsmenn Icelandic Silicon Corporation hyggjast reyna að hagnýta eða farga koldíoxíði en Skipulagsstofnun segir mörgum spurningum ósvarað áður en hægt verði að fullyrða um árangur þess. „Það er því mat Skipulagsstofnunar að kísilverksmiðjan hafi töluverð neikvæð áhrif með losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður ber að hafa í huga möguleg jákvæð áhrif starfseminnar á losun gróðurhúsalofttegunda, en þau felast í því að fullunnar sólarrafhlöður afla 10-20 sinnum meiri orku en fór til að framleiða þær og því er von til þess að sú orkuöflun komi í stað aðferða sem hafa í för með sér enn meiri losun gróðurhúsalofttegunda," segir Skipulagsstofnun. Veruleg óvissa um orkuöflun Þá bendir Skipulagsstofnun á að veruleg óvissa ríki um orkuöflun til kísilverksmiðjunnar. „Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu kísilverksmiðjunnar þar til niðurstaða liggur fyrir um flutning," segir í álitinu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira