Innlent

Vill sækja um ESB-aðild strax

MYND/Hörður
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Íslendingar verði nú þegar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru. Að hans mati á ríkisstjórnin að tilkynna strax að það verði gert.

,,Hvaða skoðanir sem fólk hefur á aðild að ESB, þá blasir við sú staða að við verðum að sækja um inngöngu í ESB og vinna að því að taka upp evru. Tilfinningar og trúarbrögð gagnvart aðild að ESB geta ekki lengur ráðið för. Ríkisstjórnin á nú þegar að tilkynna það að þetta verði gert," segir Magnús í nýjum pistli á heimasíðu sinni.

Magnús segir að Íslendingar hafi ekki lengur gjaldmiðil sem sé tekin gildur í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. ,,Krónan er einfaldlega búin að renna sitt skeið."

Skrif Magnúsar er hægt að lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×