Innlent

Aðgerða að vænta í byrjun næstu viku

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir að aðgerðir til þess að stemma stigu við efnahagsvandanum sem nú er uppi, verði kynntar í byrjun næstu viku.

„Það er unnið að fullu að plani til þess að leysa þennan lausafjárvanda og gjaldeyriskrísu. Við þurfum að kynna það mjög fljótlega," segir Tryggvi í samtali við Vísi. Í viðtali hjá Reuters fréttastofunni er Tryggvi spurður hvenær frétta sé að vænta segir hann að það þurfi að gerast sem fyrst. „Hvort sem það verður á mánudag, þriðjudag eða miðvikudag get ég ekki sagt til um."

Þegar Vísir spyr Tryggva hvort þetta þýði að ekki sé neinna frétta að vænta um helgina segir Tryggvi: „Það gæti verið á sunnudaginn líka. Meiningin með að telja upp þrjá daga var að það yrði bara á einhverjum degi sem það yrði kynnt," segir Tryggvi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×