Innlent

Sullenberger frumsýnir nýtt myndband - Glitnir í höndum Stoða

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger.

Athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger vonast til þess að íslenska þjóðin komist heil frá því sem hann kallar harmleik sem nú á sér stað. Hann hefur látið útbúa myndband um Glitnibanka. Fyrr í vikunni var tilkynnt að bankinn verður ríkisvæddur.

,,Undanfarin ár hafa margir reynt að vara íslensku þjóðinni við þessum

,,útrásarhetjum" sem gengu í sjóði almenningshlutafélaga eins og þau væru þeirra eigin einkabankar," segir í tilkynningu frá Jóni Gerald.

,,Sem atvinnurekandi í Bandaríkjunum er það ofar mínum skilningi hvernig Stoðir hf. (áður FL Group) getur komið sér í þá stöðu að skulda 260 Milljarða eftir 140 milljarða tap," segir Jón Gerald.

Í ágúst birtust tvö myndbönd sem fjalla á meðal annars um viðskipti FL Group með flugfélagið Sterling. Í samtali við Vísi 1. september sagði Jón Gerald ekki vera huldumaðurinn á bak við þau myndbönd en hann staðfesti að hafa verið þeim sem gerði myndböndin innan handar til dæmis með því að taka saman upplýsingar.

Nýja myndbandið - Glitnir í höndum Stoða - er hægt að nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×