Enski boltinn

Zaki er eftirsóttur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amr Zaki fagnar marki með Wigan.
Amr Zaki fagnar marki með Wigan. Nordic Photos / Getty Images
Egyptinn Amr Zaki er eftirsóttur af mörgum félögum en hann er nú á lánssamningi hjá Wigan.

Steve Bruce, stjóri Wigan, vonast til að félagið geti gert langtímasamning við hann en veit að það gæti verið erfitt.

„Stóru félögin munu vera á höttunum eftir nokkrum leikmanna okkar," sagði Bruce. „Það eru líkur á því að hann fari annað en við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá hann aftur. Drengurinn er ánægður hjá okkur."

Zaki er samningsbundinn Zamalek í heimalandi sínu. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×