Innlent

Þjóðstjórn er ekki töfralausn

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra,
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra,

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að myndun þjóðarstjórnar sé ekki töfralausn við núverandi aðstæður.

,,Að menn velti fyrir sér þjóðstjórn hátt og í hljóði er frekar til marks um, að þeir telji brýnt að samhæfa alla krafta þjóðarinnar, pólitíska sem aðra, en þeir sjái slíka stjórn sem einhverja töfralausn á vandanum - ég er þeirrar skoðunar, að svo yrði ekki við núverandi aðstæður," segir Björn á heimasíðu sinni í kvöld.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi tvívegis sagt að ástandið í efnahagsmálum sé svo alvarlegt að ástæða sé til að koma á þjóðstjórn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að með ummælum sínum sé seðlabankastjóri kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins."

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Rúv í gærkvöldi að það liggi fyrir að embættismenn séu ekki aðilar að stjórnarmyndun.

Skrif Björns er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×