Lífið

Flex bræður saman á ný eftir langt hlé

Kristinn Bjarnason, DJ Ghozt
Kristinn Bjarnason, DJ Ghozt
Föstudagskvöldið 03. október næstkomandi koma Flex bræður saman eftir töluvert frí. Ghozt ásamt Brunhein snúa bökum saman eftir töluvert frí og snúa skífum saman á Tunglinu, föstudagskvöldið 03. október næstkomandi. Þeir hafa báðir spilað með mörgum af stærstu og vinsælustu plötusnúðum heims á borð við Deep Dish, D. Ramirez, Adam Freeland, David Guetta, Desyn Masiello og fleiri. Það kostar 1.000 krónur inn hægt er að senda póst á flex@flex.is til þess að komast á gestalista.

Klúbbaþátturinn Flex tilkynnir breyttan tíma á X-inu. Framvegis mun þátturinn vera á dagskrá á föstudagskvöldum frá 19 til 22 á X-inu 977. Í tilkynningu frá Flex liðum segir að þetta sé gert svo flestir geti notið þáttarins en á laugardagskvöldum skaraðist hann á við Party Zone á Rás 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.