Innlent

Jyllandsposten fjallar um mótmæli Íslendinga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dagurinn sem hófst með því að minnast 90 ára afmælis fullveldis á Íslandi endaði með háværum mótmælum gegn ríkisstjórn og Seðlabanka Íslands.

Þetta skrifar danska dagblaðið Jyllandsposten um uppákomuna á Arnarhóli í gær. Einnig segir blaðið frá því að þúsundir mótmælenda hafi ekki látið helkulda aftra sér frá því að fjölmenna á Austurvöll á laugardaginn. Niðurlag greinarinnar er á þá leið að reiðir Íslendingar krefjist þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir H. Haarde forsætisráðherra hverfi úr embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×