Prófessor segir auglýsingar til barna vera misnotkun 16. apríl 2008 09:30 Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira