Prófessor segir auglýsingar til barna vera misnotkun 16. apríl 2008 09:30 Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira