Grunur um að tugir bíla séu stolnir 16. apríl 2008 19:13 Tugir bíla sem fluttir voru hingað til lands frá Bandaríkjunum gætu verið ólöglega fengnir. Tollayfirvöld ytra lögðu hald á ellefu bíla fyrir skömmu sem voru á leið hingað til lands sem talið er að hafi verið stolið. Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki og einn Íslendingur er viðriðin málið. Þá segja heimildir fréttastofu að í það minnsta sex bílar til viðbótar hafi verið stöðvaðir á leið sinni hingað. Bandaríska tollgæslan telur að bílunum hafi verið stolið af glæpahring þar ytra, þar sem þeim hafi verið breytt. Þeir hafi svo verið seldir úr landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá hefur málið verið til rannsóknar í þónokkurn tíma í nánu samstarfi við tollgæsluna hér á landi. Á heimasíðu IB ehf. á Selfossi, sem er virkur innflytjandi á bílum frá Bandaríkjunum, er haft eftir bandarísku tollgæslunni að glæpahringurinn hafi breytt verksmiðjunúmerum á bílunum með fölsunum og tekist þannig að fá bílana skráða til útflutnings. Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki er talið hafa keypt bíla af glæpahringnum og selt hér á landi. Þá er talið að í það minnsta einn Íslendingur sé viðriðin málin en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann hafa verið milligöngumaður um kaupin á bílunum. Íslenska fyrirtækið sem um ræðir hefur flutt inn bíla frá Bandaríkjum um nokkurt skeið. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist eigandi fyrirtækisins ekki vita hvers vegna bílarnir væri kyrrsettir og að engar upplýsingar hefðu borist sér um málið. Hann gæti því lítið sagt um málið að svo stöddu. Tollayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort fleiri stolnir bílar hafi verið seldir úr landi, meðal annars hingað til lands. Grunur leikur á að um tugi bíla gæti verið að ræða. Sé það svo gætu íslenskir kaupendur bílanna tapað þeim bótalaust. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Tugir bíla sem fluttir voru hingað til lands frá Bandaríkjunum gætu verið ólöglega fengnir. Tollayfirvöld ytra lögðu hald á ellefu bíla fyrir skömmu sem voru á leið hingað til lands sem talið er að hafi verið stolið. Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki og einn Íslendingur er viðriðin málið. Þá segja heimildir fréttastofu að í það minnsta sex bílar til viðbótar hafi verið stöðvaðir á leið sinni hingað. Bandaríska tollgæslan telur að bílunum hafi verið stolið af glæpahring þar ytra, þar sem þeim hafi verið breytt. Þeir hafi svo verið seldir úr landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá hefur málið verið til rannsóknar í þónokkurn tíma í nánu samstarfi við tollgæsluna hér á landi. Á heimasíðu IB ehf. á Selfossi, sem er virkur innflytjandi á bílum frá Bandaríkjunum, er haft eftir bandarísku tollgæslunni að glæpahringurinn hafi breytt verksmiðjunúmerum á bílunum með fölsunum og tekist þannig að fá bílana skráða til útflutnings. Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki er talið hafa keypt bíla af glæpahringnum og selt hér á landi. Þá er talið að í það minnsta einn Íslendingur sé viðriðin málin en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann hafa verið milligöngumaður um kaupin á bílunum. Íslenska fyrirtækið sem um ræðir hefur flutt inn bíla frá Bandaríkjum um nokkurt skeið. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist eigandi fyrirtækisins ekki vita hvers vegna bílarnir væri kyrrsettir og að engar upplýsingar hefðu borist sér um málið. Hann gæti því lítið sagt um málið að svo stöddu. Tollayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort fleiri stolnir bílar hafi verið seldir úr landi, meðal annars hingað til lands. Grunur leikur á að um tugi bíla gæti verið að ræða. Sé það svo gætu íslenskir kaupendur bílanna tapað þeim bótalaust.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira