Erlent

Tæplega 40 fórust í rútuslysi á Indlandi

Að minnsta kosti 39 fórust er rúta steyptist niður í fljótið Narmada í héraðinu Gujarat í vesturhluta Indlands í gær. Margir hinna látnu eru börn sem voru á leið í skóla sinn.

Að sögn lögreglunnar á staðnum var fjórum börnum bjargað á lífi úr flaki rútunnar. Hinsvegar liggur ekki ljóst fyrir hve margir voru um borð í rútunni.

Talið er að rútubílstjórinn, sem er meðal hinna látnu, hafi ekið á ofmiklum hraða með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×