Innlent

Aflaverðmæti skipa dregst saman um milljarð á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 4,7 milljörðum króna í janúar síðastliðnum og dróst saman um rúman einn milljarð á milli ára. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.Nemur samdrátturinn á aflaverðmæti rúmum 18 prósentum á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 3,7 milljarðar en var 4,6 milljarðar í janúar 2007 og er samdrátturinn því tæp 19 prósent. Þar af dróst verðmæti þorskaflans saman um fjórðung.

Þá dróst aflaverðmæti uppsjávarafla saman um rúm 18 prósent á milli ára og nam það tæpum 800 milljónum króna í janúar síðastliðnum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 321 milljón en verðmætið var um 880 milljónir í janúar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×