Innlent

Of lítið eftirlit með ólöglegum innflytjendum

Jón Magnússon er alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon er alþingismaður Frjálslynda flokksins.

Aðgerðir lögregluyfirvalda í fyrradag þar sem leitað var í fórum 42 hælisleitenda sýnir að eftirlit með ólöglegum innflytjendum er allt of lítið, að mati Jóns Magnússonar þingmanns Frjálslynda flokksins.

Hátt í 50 lögreglumenn frá mörgum embættum gerðu á fimmtudagsmorgun húsleit á sex stöðum í Reykjanesbæ hjá fólki sem leitað hefur hælis hér á landi sem flóttamenn. Útlendingastofnun, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóri undirbjuggu aðgerðina á grundvelli rökstudds gruns um að einhverjir í hópnum væru að villa á sér heimildir og væru hér á fölskum forsendum.

,,Fjöldi fólks kemur ólöglega inn í landið og getur síðan valsað um allt meðan Útlendingastofa er að skoða málið og það tekur iðulega mánuði. Er eðlilegt að fólk sem kemur ólöglega geti farið frjálst ferða sinna um landið eins og því lystir," segir Jón á heimasíðu sinni og bætir við að greinilega sé ,,pottur rækilega mölbrotinn" varðandi eftirlit og afgreiðslu mála sem varða ólöglega innflytjendur.

Jóni er það með öllu óskiljanlegt að ákveðinn hópur fólks hér á landi taki ítrekað afstöðu með ólöglegum innflytjendum og virðist telja að það eigi að opna landið algjörlega.

,,Svo virðist þó sem sumt fólk hafi gert það að inntaki stjórnmálabaráttu sinnar að lögin séu brotin svo að þeir sem vilja ljúga og svíkja sig inn í landið fái að gera það óhindrað. Þeim hefur því miður gengið vel í þeirri iðju en er ekki tími til kominn að fara að lögum í þessu efni og framfylgja þeim þannig að ólöglegir innflytjendur séu hér ekki svo mánuðum skiptir," segir Jón.

Skrif Jóns Magnússonar er hægt að nálgast hér.










Tengdar fréttir

Rökstuddur grunur um að hælisleitendur komi gögnum undan

Lögregla lagði hald á 1,6 milljónir króna í reiðufé í ýmsum gjaldmiðli auk vegabréfa, persónuskilríkja og ýmissa skjala við húsleit á sjö dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ í í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×