Lífið

Beggi og Pacas í nýrri vinnu

Beggi og Pacas.
Beggi og Pacas.

„Við ætlum að vera í Garðheimum á laugardag og sunnudag og kynna lífrænar matvörur fyrir fólk og leyfa því að smakka lífrænan mat sem við eldum á staðnum," segir Guðberg Garðarsson betur þekktur sem Beggi aðspurður um helgina framundan.

„Fólk er oft feimið við að prófa nýjungar og nú ætlum við, ég og Pacas, að leyfa Íslendingum að smakka það sem við höfum upp á að bjóða."

Strákarnir verða í Garðheimum um helgina.

„Við ætlum að sýna því hvað manni líður vel og verður hamingjusamur með því að borða rétt. Við ætlum að gefa fólki ráðleggingar með mat og hverju má blanda saman og ekki."

„Nú þegar skammdegið skellur á þurfum við að fá birtu í sálinu til að verða léttari á allan hátt."

„Við Pacas vinnum mjög mikið með allt lífrænt og alls konar dóteri sem er gott fyrir líkama og sál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.