Enski boltinn

Vagner Love vill til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vagner Love í leik með CSKA Mosvku gegn Inter Milan í Meistaradieldinni á síðasta tímabili.
Vagner Love í leik með CSKA Mosvku gegn Inter Milan í Meistaradieldinni á síðasta tímabili. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Vagner Love segir það spennandi kost að leika í Englandi og er talið líklegt að hann muni ganga til liðs við félags í deildinni strax í janúar næstkomandi.

Hann hefur helst verið orðaður við Everton, Manchester City og Tottenham. Ekkert varð úr því að hann kæmi til Englands síðasta sumar en hann er sagður vilja fara frá CSKA Mosvku þar sem hann leikur nú.

„Ég mun ræða við CSKA og fara yfir mína kosti," sagði hann í samtali við Daily Mirror í dag. „Ef eitthvað kemur á yfirborðið mun ég skoða það vandalega. Tilboð frá Englandi eru alltaf heillandi."

„Vinur minn og fyrrum liðsfélagi Jo er hjá Manchester City og félagið er með marga góða framherja. Staðan hjá Tottenham er önnur enda í slæmri stöðu í deildinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×