Erlent

Segja stöðu Bills geta komið í veg fyrir að Hillary verði ráðherra

MYND/AP

Óvíst er hvort Hillary Clinton getið tekið við embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn Baracks Obama vegna starfa eiginmanns hennar, Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Bandarískir fjölmiðlar fjalla um málið í dag og segja fjárölfun Bills á alþjóðavettvangi í gegnum stofnanir og sjóði í nafni hans, þar á meðal The Clinton Global Initiative, geti skapað hagsmunaárekstra fyrir eiginkonu hans. Kanna menn úr herbúðum Obama það hvort Bill Clinton hafi þegið fé frá aðilum sem reka stefnu sem er andstæð því sem Obama stendur fyrir. Reynist svo vera geti það skapað hagsmunaárekstra fyrir Hillary sem utanríkisráðherra.

Bent er á að í forkosningum demókrata hafi talsmenn Hillary Clinton sagt að Bill myndi halda áfram sem velgjörðarsendiherra á alþjóðavettvangi en hætta fjáröflun vegna sjóða í nafni hans ef Hillary yrði kjörin forseti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×