Innlent

Til greina kemur að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið

Forsætisráðherra segir að til greina komi að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og bráðlega verði skipað í rannsóknarnefnd vegna hruns bankanna, þar sem allt verði undir. Sagan sýnir að æðstu embættismönnum hefur verið skipt út við sameiningu stofnana.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að hann og einstakir ráðherrar hafi átt marga fundi með bankastjórn Seðlabankans, ýmist með aðalbankastjóranum einum eða fleirum allt þetta ár. Menn hafi almennt gert sér grein fyrir að bankarnir væru orðnir of stórir miðað við hagkerfið í heild sinni. Bankastjórar viðskiptabankanna hafi einnig gert sér grein fyrir því.

Davíð nefndi í sinni ræðu að fjármálaeftirlitið hafi verið skilið frá Seðlabankanum með lögum árið 1998 og þar með flest íhlutunartæki Seðlabankans skilin frá honum.

,,Ég held að við ættum að huga að því að breyta þessu í fyrra horf," segir Geir og bætir við að breyta verði lögum og sameina kraftanna svo þeir nýtist sem best.

Án þess að ásaka neinn sýni reynslan að saminaðir kraftar nýtist betur.

Reynslan sýnir að sameining stofnana hefur oft verið notuð til að stokka upp í æðstu stöðum þeirra. Geir boðar einnig frumvarp um rannsóknarnefnd á bankahruninu með aðild erlendra aðila.

Aðspurður segir Geir að það hafi komið fram að allt sé undir hvað slíka rannsókn varðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×