Ungt lið Arsenal náði í kvöld jafntefli við Sevilla, 1-1, og tryggði sér þar með sigur á Amsterdam-mótinu.
Arsene Wenger stillti upp mjög ungu liði en Philipe Senderos var fyrirliði. Meðalaldur leikmanna liðsins var um nítján ár.
Carlos Velo kom Arsenal yfir strax í upphafi leiksins en Sevilla náði ekki að jafna fyrr en undir leiksins með marki Chevanton.
Inter vann vann síðar í kvöld sigur á Ajax, 1-0. Adriano skoraði eina mark leiksins á fimmtu mínútu.
Arsenal fékk átta stig á mótinu. Fjögur stig fyrir leikina tvo og fjögur fyrir mörkin sem liðiði skoraði.
Inter vann einnig einn leik og gerði eitt jafntefli en skoraði bara eitt mark. Liðið fékk því fimm stig.
Seville fékk þrjú stig og Ajax tvö.
Arsenal sigraði á Amsterdam-mótinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti



„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
