Fótbolti

Rússar unnu Grikki

Elvar Geir Magnússon skrifar

Rússar unnu Grikki 1-0 í D-riðli Evrópumótsins í kvöld. Zyrianov skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Leikurinn var nokkuð fjörlegur og skemmtilegur og mörkin hefðu vel getað orðið fleiri.

Rússar eru því komnir með þrjú stig í riðlinum og munu mæta Svíum í lokaumferðinni í leik sem ræður úrslitum um hvort liðið kemst áfram úr riðlinum.

Lokaumferð riðlakeppninnar hefst á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×