Erlent

Nýtt gereyðingarvopn til höfuðs danskra rottna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danskar rottur mega nú heldur betur fara að vara sig eftir að meindýraeyðar þar í landi tóku upp nýtt og ógnvekjandi vopn gegn þeim.

Nýja úrræðið er gildra sem komið er fyrir undir vatnsborðinu í skólplögnum. Skynjari nemur rottu í nágrenninu og skýtur stykki með 14 hárbeittum göddum að kvikindinu sem vart þarf að kemba hærurnar eftir það. Hræið skolast svo út með skólpvatninu. Dönskum meindýraeyðum er tilkynnt um rottur að jafnaði 140.000 sinnum á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×