Innlent

Hjálpa atvinnulausum bankamönnum að skapa ný störf

Þorsteinn Ingi Sigfússonk, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Anna Karen Hauksdóttir, varaformaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, og Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnulífsins undirrituðu samstarfssamninginn í dag.
Þorsteinn Ingi Sigfússonk, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Anna Karen Hauksdóttir, varaformaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, og Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnulífsins undirrituðu samstarfssamninginn í dag.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að auka atvinnusköpun fyrir félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Eins og fram hefur komið horfa margir þeirra fram á atvinnuleysi eftir hrun bankakerfisins og segir í tilkynningu vegna málsins að mikilvægt sé að tryggja einhver úrræði til atvinnusköpunar fyrir starfsmennina. Sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar munu styðja meðlimi SSF í mótun viðskiptahugmynda og veita þeim ókeypis handleiðslu í stofnun fyrirtækja, stoðumhverfi nýsköpunar innanlands og erlendis og þá styrki sem í boði eru. Einnig mun Nýsköpunarmiðstöð setja á laggirnar verkefnið "Sérfræðingur til nýsköpunar" þar sem meðlimir SSF geta komið sérfræðiþekkingu á framfæri við fyrirtæki og stofnanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×