Erlent

Harmleikur í umferðinni í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Freefoto.com

Biðskylda sem ekki var virt kostaði 18 ára gamla danska stúlku lífið í umferðinni í Sønderborg í Danmörku í gærkvöldi.

Tvítugur farþegi í bíl konunnar slasaðist alvarlega þegar hún ók viðstöðulaust inn á aðalbraut og í veg fyrir bíl. Ökumaður hans slasaðist einnig alvarlega. Mennirnir tveir eru þó ekki í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×