Íslenskir MND sjúklingar taka þátt í erlendri lyfjatilraun 17. október 2008 14:49 Fjórmenningarnir sem taka þátt í tilrauninni ásamt Grétari Guðmundssyni taugalækni á blaðamannafundi fyrr í dag. Frá vinstri: Grétar Guðmundsson, Arnmundur Jónasson, Kristinn Guðmundsson, Edda Heiðrún Backman og Guðjón Sigurðsson. Fjórir íslenskir MND sjúklingar eru á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í lyfjatilraun á vegum Mount Sinai sjúkrahússins New York. Í tilrauninni verður kannað hvernig sjúklingarnir bregðast við töku malaríulyfsins Pyrimethamine og hvort taka þess hafi áhrif á tiltekið eggjahvítuefni sem talið er að geti verið meðvirkandi ástæða fyrir frumubreytingum sem eiga þátt í MND sjúkdómnum, að því er segir í tilkynningu frá MND félaginu. „Þátttaka fjórmenninganna í rannsókninni er kostuð af „Dollar á mann" rannsóknasjóði MND félagsins sem á síðasta ári leitaði til íslenskra fyrirtækja um styrki til MND rannsókna. Með góðri aðstoð íslenskra fyrirtækja tókst að safna jafnvirði eins dollars á hvern íslending í sjóðinn og er þátttakan í lyfjatilrauninni í New York eitt fyrsta verkefnið sem sjóðurinn tekur þátt í," segir í tilkynningunni. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins er einn þeirra sem taka þátt í tilrauninni og fer hann utan á morgun ásamt Kristni Guðmundssyni, sem einnig er með MND og munu þeir gangast undir síðustu rannsóknir áður en þátttaka þeirra í sjálfri lyfjatilrauninni verður staðfest. „Um mánuði síðar munu þau Edda Heiðrún Backman og Arnmundur Jónasson halda utan og taka þátt í sömu tilraun. Um er að ræða 18 vikna meðferð sem byrjar og lýkur í New York en þess á milli munu læknar og hjúkrunarfræðingar á taugadeild Landspítalans í Fossvogi sjá um eftirlit og lyfjagjöf hér á landi. Guðjón segir að vissulega bindi menn vonir við að meðferðin skili árangri og færi þau nær lausn á þeirri ráðgátu sem MND sjúkdómurinn er, en reynslan hafi kennt þeim að stilla væntingum í hóf." Þá kemur einnig fram að Lyfjatilraunin á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York sé nú gerð í fyrsta skipti með þátttöku sjúklinga en áður hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á rannsóknastofum. Auk íslendinganna fjögurra munu sextán aðrir sjúklingar taka þátt í þessari fyrstu tilraun. „Grétar Guðmundsson taugalæknir mun fylgjast með tilrauninni af hálfu Landspítala. Hann segir að áhrif malaríulyfsins Pyrimethamine á sjúklinga séu vel þekkt þegar það er gefið í stuttan tíma við ákveðnum sýkingum. Í þessari rannsókn sé hins vegar verið að kanna hvort notkun lyfsins í stigvaxandi skömmtun í lengri tíma geti haft jákvæð áhrif á þetta tiltekna eggjahvítuefni í frumum sjúklinga. Hann segir að undanfarin ár hafi mikill fjöldi nýrra og eldri lyfja og efnasambanda verið rannsakaður í leit að meðferð við MND sjúkdóminum og þótt þær tilraunir hafi enn ekki borið tilætlaðan árangur sé nauðsynlegt að halda leitinni áfram." Helstu styrktaraðilar þessa verkefnis eru „Dollar á mann" sjóðurinn, KFC og Góa, Loga golf og Orkuveita Reykjavíkur. Þeir sem vilja styðja þessa baráttu geta lagt inn á reikning MND félagsins: 1175-05-410900. Kennitala: 630293 3089. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fjórir íslenskir MND sjúklingar eru á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í lyfjatilraun á vegum Mount Sinai sjúkrahússins New York. Í tilrauninni verður kannað hvernig sjúklingarnir bregðast við töku malaríulyfsins Pyrimethamine og hvort taka þess hafi áhrif á tiltekið eggjahvítuefni sem talið er að geti verið meðvirkandi ástæða fyrir frumubreytingum sem eiga þátt í MND sjúkdómnum, að því er segir í tilkynningu frá MND félaginu. „Þátttaka fjórmenninganna í rannsókninni er kostuð af „Dollar á mann" rannsóknasjóði MND félagsins sem á síðasta ári leitaði til íslenskra fyrirtækja um styrki til MND rannsókna. Með góðri aðstoð íslenskra fyrirtækja tókst að safna jafnvirði eins dollars á hvern íslending í sjóðinn og er þátttakan í lyfjatilrauninni í New York eitt fyrsta verkefnið sem sjóðurinn tekur þátt í," segir í tilkynningunni. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins er einn þeirra sem taka þátt í tilrauninni og fer hann utan á morgun ásamt Kristni Guðmundssyni, sem einnig er með MND og munu þeir gangast undir síðustu rannsóknir áður en þátttaka þeirra í sjálfri lyfjatilrauninni verður staðfest. „Um mánuði síðar munu þau Edda Heiðrún Backman og Arnmundur Jónasson halda utan og taka þátt í sömu tilraun. Um er að ræða 18 vikna meðferð sem byrjar og lýkur í New York en þess á milli munu læknar og hjúkrunarfræðingar á taugadeild Landspítalans í Fossvogi sjá um eftirlit og lyfjagjöf hér á landi. Guðjón segir að vissulega bindi menn vonir við að meðferðin skili árangri og færi þau nær lausn á þeirri ráðgátu sem MND sjúkdómurinn er, en reynslan hafi kennt þeim að stilla væntingum í hóf." Þá kemur einnig fram að Lyfjatilraunin á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York sé nú gerð í fyrsta skipti með þátttöku sjúklinga en áður hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á rannsóknastofum. Auk íslendinganna fjögurra munu sextán aðrir sjúklingar taka þátt í þessari fyrstu tilraun. „Grétar Guðmundsson taugalæknir mun fylgjast með tilrauninni af hálfu Landspítala. Hann segir að áhrif malaríulyfsins Pyrimethamine á sjúklinga séu vel þekkt þegar það er gefið í stuttan tíma við ákveðnum sýkingum. Í þessari rannsókn sé hins vegar verið að kanna hvort notkun lyfsins í stigvaxandi skömmtun í lengri tíma geti haft jákvæð áhrif á þetta tiltekna eggjahvítuefni í frumum sjúklinga. Hann segir að undanfarin ár hafi mikill fjöldi nýrra og eldri lyfja og efnasambanda verið rannsakaður í leit að meðferð við MND sjúkdóminum og þótt þær tilraunir hafi enn ekki borið tilætlaðan árangur sé nauðsynlegt að halda leitinni áfram." Helstu styrktaraðilar þessa verkefnis eru „Dollar á mann" sjóðurinn, KFC og Góa, Loga golf og Orkuveita Reykjavíkur. Þeir sem vilja styðja þessa baráttu geta lagt inn á reikning MND félagsins: 1175-05-410900. Kennitala: 630293 3089.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira