Innlent

Fá tvö hundruð símtöl á dag vegna efnahagsástandsins

Um tvöhundruð símtöl berast upplýsingalínu utanríkisráðuneytisins daglega vegna bankahrunsins og efnahagsástandsins. Sum frá fólki í öngum sínum. Nokkurrar reiði gætir hjá útlendingum sem lagt hafa fé í íslenska banka.

Sérstök upplýsingalína hefur verið sett upp í utanríkisráðuneytinu til að sinna erindum fólks og annarra vegna ástandsins sem skapast hefur eftir að bankarnir hrundu og efnahagslíf þjóðarinnar lenti í þeirri stöðu sem ríkir núna. Þar situr fólk og svarar í símann daglangt.

Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skristofustjóra í ráðuneytinu, skiptast innhringarnar nokkuð jafnt milli útlendinga sem vantar upplýsingar um innistæður sínar í íslenskum bönkum erlendis og Íslendinga sem eru að spyrjast fyrir vegna innistæðna í bönkum hérlendis og einnig um hvort hægt sé að fá aðstoð vegna erfiðleika, borgaraþjónustu og fleira.

Pétur segir mest hringt frá Bretlandi, Hollandi og Lúxemborg, það er að segja löndum þar sem íslensku bankarnir voru með starfsemi. Hann segir þessari þjónustu haldið áfram eins lengi og þurfa þykir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×