Innlent

Tími sparisjóðanna runninn upp?

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, veltir því upp í nýjum pistli á heimasíðu sinni hvort að tími sparisjóðanna sé runninn upp.

Ekki er langt síðan að það voru talin nánast algild sannindi að tími sparisjóðanna væri liðinn, að sögn Birkis Jóns.

,,Lausnarorðin voru sameining og hlutafélagavæðing og þeir sjóðir sem ætluðu sér að starfa áfram í þeirri mynd sem áður þekktist voru talin nátttröll sem óhjákvæmilega myndu steinrenna í dagrenningu alþjóðavæðingar fjármálakerfisins," segir Birkir Jón og bætir við að sannfæring flestra hafi verið sú að stærð væri styrkur en smæð sjóða veikleiki sem gerði þá óstöðuga.

Birkir Jón telur að varst beri að að líta á atburði undanfarinna vikna sem fullnaðarsigur eins rekstrarforms yfir öðru. Hann fullyrðir að  bankakerfið á Íslandi mun rísa að nýju og hér verði aftur starfræktir öflugir fjárfestingabankar sem munu keppa á alþjóðlegum vettvangi.

Læra verður af þeim atburðum sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Í huga Birkis Jón er einn stærsti lærdómur þjóðarinnar sá að búa verður sparisjóðum traust rekstrarumhverfi.

,,Almenningur í landinu á skilið að hafa val um það hvort það vill treysta stórum bönkum eða litlum sparisjóðum í sinni heimabyggð fyrir fjármunum sínum. Stjórnvöld verða því að haga regluverki sínu þannig að það taki mið að þörfum bæði stærri og ekki síður smærri fjármálastofnana, segir Birkir Jón.

Birkir Jón segir að eitt af fyrstu verkum Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, sé að huga að regluverki til að hlúa að sparisjóðunum þar sem þeir hafi sannað gildi sitt fyrir almenning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×