Íslenski boltinn

Freyr tekur einn við þjálfun Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Vals.
Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. Mynd/Stefán
Freyr Alexandersson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val og mun hann þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu.

Hann þjálfaði liðið í samstarfi við Elísabetu Gunnarsdóttur í sumar en hún sagði starfi sínu lausu í haust.

Fram kemur á heimasíðu Vals að félagið standi Elísabetu í mikilli þakkarskuld fyrir framlag sitt til félagsins og að það voni til þess að hún komi aftur til Vals síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×