Innlent

Alltaf vonbrigði að ná ekki tilætluðum árangri

Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar maður nær ekki þeim árangri í kosningabaráttu sem vonast var eftir, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur á Stöð 2. íslendingar fengu ekki brautargengi í kjöri til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en kosið var í dag.

Hún segir að hún hafi átt við ramman reip að draga. Ísland hafi verið að fara í gegnum efnahagslegan stormsveip sem gæti hafa haft áhrif á einhvern. Þá hafi þær atlögur sem Íslendingar fengu frá Bretum ekki verið til þess að hjálpa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×