EM í fótbolta hefur heldur betur slegið í gegn ef marka má áhorfstölur úr sjónvarpskönnun Capacent fyrir síðustu viku. Sjö leikir úr keppninni, sem sýnd er á RÚV, raða sér í efstu sætin.
Sá leikur sem fékk mest áhorf var leikur Spánverja og Ítala í átta liða úrslitum keppninnar á sunnudag. Alls var meðaláhorf á leikinn 32,3%, 0,3% meira en á leik Hollendinga og Rússa daginn áður.
Vinsælasti dagskrárliður Stöðvar 2 var fréttatíminn en meðaláhorf í síðustu viku var 11,4%. Gamanþátturinn The Wedding Planner var vinsælastur á Skjá einum með 14% meðaláhorf.