Lífið

Coen bræður áttu besta handritið

Joel og Ethan Coen hlutu Óskarsverðlaunin fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni fyrir mynd sína No Country for Old Men.

Þeir bræður hlutu verðlaun fyrir besta handritið árið 1996 fyrir Fargo.

Myndin er tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta mynd, og fyrir bestu leikstjórn og kvikmyndatöku.

Bræðurnir eiga möguleika á því að verða fyrstir í sögunni til að vinna fjögur Óskarsverðlaun fyrir sömu myndina, en þeir eru tilnefndir sem handritshöfundar, leikstjórar, framleiðendur og fyrir klippingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.