Innlent

Vilja aðgerðir strax til að vernda kaupmátt

Kristján Gunnarsson er formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson er formaður Starfsgreinasambandsins.

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands segir að grípa þurfi tafarlaust til aðgerða til vernda kaupmátt launafólks.

Bresti forsendur kjarasamninga þá lýsi framkvæmdastjórnin fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna aðgerðarleysis hennar. Í ályktun sem samþykkt var á fundi framkvæmdastjórnarinnar lýsir hún yfir mikilli óánægju með þróun efnahags- og verðlagsmála frá því kjarasamningar voru undirritaðir 17. febrúar.

„Meginmarkmið samninganna var að tryggja kaupmátt og stöðugleika í efnahagsmálum og þar tók launafólk á sig mikla ábyrgð. Gengishrun, ofurvextir og verðbólga langt um fram markmið Seðlabanka og forsendur kjarasamninga setja nú fjárhag heimilanna í uppnám. Þessar aðstæður kalla nú þegar á samráð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda til lausnar á þeim vanda sem við blasir," segir enn fremur í ályktun Starfsgreinasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×