Innlent

18 mánuðir fyrir að rjúfa endurkomubann

28 ára gamall Lithái var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að rjúfa endurkomubann sem Útlendingastofnun setti hann í árið 2006.

Þá hafði hann nýlokið afplánun á dómi sem hann fékk fyrir að flytja inn til landsins amfetamín með Norrænu árið 2005.

Litháinn rauf þetta endurkomubann þegar hann kom aftur til landsins í janúar en hann var ekki handtekinn fyrr en 7. apríl síðastliðinn. Litháinn gaf þá ástæðu fyrir broti sínu að hann hafi haldið að ekkert væri að marka endurkomubannið.

Hann var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og verður að ölum líkindum vísað aftur úr landi þegar hann hefur lokið afplánun á þeim dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×