Innlent

Flutningabíll ók inn í hrossastóð, eitt hross aflífað

Eitt hross drapst samstundis og aflífa þurfti annað vegna áverka, eftir að flutningabíll ók inn í hrossastóð á þjóðveginum á móts við bæinn Steinstaði í Öxnadal um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Tvö hross til viðbótar eru meidd, en þeim er hugað líf. Ökumann flutningabílsins sakaði ekki en bíllinn skemmdist talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×