Innlent

Enginn hlaut skaða á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur. Mynd/ Pjetur.
Reykjavíkurflugvöllur. Mynd/ Pjetur. MYND/AP

Slökkvilið og lögregla hafði viðbúnað á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu vegna neyðarástands sem skapaðist þegar lítil tveggja hreyfla flugvél lenti þar með annan hreyfilinn bilaðan. Tveir menn voru um borð í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði tókst að lenda henni án þess að nokkur hlyti skaða af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×