Innlent

Vill opinbera rannsókn á andláti dóttur sinnar

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli sem maður höfðaði gegn Ríkissaksóknara. Maðurinn krafðist þess að héraðsdómur ógilti ákvörðun Ríkissaksóknarans um að ljúka opinberri rannsókn á andláti 2 ára dóttur mannsins.

Dóttir mannsinns lést í maí árið 2006 á heimili móður sinnar og sambýlismanns hennar. Réttarkrufning fór fram á líki barnsins og var niðurstaðans sú að ekkert óeðlilegt fannst en ekki reyndist unnt að skýra dánarorsök.

Í kjölfarið ákváðu bæði sýslumaður og síðar ríkissaksóknari að ekki væri ástæða til þess að rannsaka málið áfram. Faðir stúlkunnar sætti sig ekki við þessa ákvörðun. Hann lét gera sjálfstæða skýrslu um rannsókn lögreglu þar sem fram koma um 30 atriði sem skýrsluhöfundar telja að betur hefði mátt fara við frumrannsókn lögreglu.

Í ljósi þess kærði faðirinn ákvörðun ríkissaksóknara um að fella málið niður til Héraðsdóms. Niðurstaða dómsins fékkst í dag en þar kemur fram að það sé mat dómsins að héraðsdómur geti ekki skert sjálfsstæði ríkissaksóknara enda sé hann æðsti handhafi ákæruvalds og óháður vilja stjórnvalda sem annarra.

Faðir stúlkunnar sagði Vísi í dag að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann vildi ekki tjá sig að örðru leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×