Innlent

Flókið að sanna kerfisbundnar árásir á íslenskt efnahagslíf

Það er flókið mál að sanna upp á spákaupmenn að þeir hafi kerfiðsbundið ráðist á íslenskt efnahagslíf að mati Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Fjármálaeftirlitið hefur safnað fjölda gagna um þá spákaupmenn sem Davíð og Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings hafa sakað um árás á íslenska hagkerfið. Þessi gagnasöfnun er forsenda þess að rannsókn verði gerð, segir Davíð.

Fréttastofa Stöðvar 2 innti hann eftir framvindu rannsóknarinnar í gær en hann var þá heldur varfærnari í orðum en á ársfundi Seðlabankans fyrir skömmu þar sem hann staðhæfði að verið væri að gera atlögu að íslenska ríkinu sem lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×