Innlent

Vörubílar í hægaakstri í Ártúnsbrekku og Suðurlandsvegi

Vörubílstjórarnir hægðu á umferð í Ártúnsbrekkunni en hún er jafnan þung á föstudögum.
Vörubílstjórarnir hægðu á umferð í Ártúnsbrekkunni en hún er jafnan þung á föstudögum. MYND/Einar

Á bilinu 15-20 vörubílar óku hægt upp Ártúnsbrekkuna og inn á Suðurlandsveg nú eftir hádegið og á eftir þeim fylgdu lögreglubílar. Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, var með í för og segir að bílarnir hafi farið smá hring.

„Það var einn bílstjóranna í einhverju veseni með bílinn og hinir ákváðu að fylgja honum eftir," segir Sturla. Aðspurður hvort von væri á frekari hægaakstri í dag sagðist Sturla frekar eiga von á að menn reyndu að fara að vinna eftir hádegi.

Lögregla elti bílana upp að eldsneytisstöð Olís við Rauðavatn og að sögn Sturlu var hún að skrifa niður númer bílanna sem tóku þátt í hægaakstrinum.

Fram hefur komið að vöru- og sendibílstjórar hafi ákveðið að gefa stjórnvöldum vikufrest til að koma með skýr svör við kröfum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×