Innlent

Millilandaflug gæti stöðvast um mánaðamót

Millilandaflug Icelandair, eða Flugleiða, gæti stöðvast undir mánaðamótin eftir að flugmenn ákváðu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að hefja undirbúning að verkfallsaðgerðum.

Í tilkynningu frá Félagi íslenskra avinnuflugmanna segir að mjög þunglega horfi í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair en kjarasamningar runnu út um síðustu áramót. Ljóst sé að ekkert nema kjaraskerðing sé í boði.

Að sögn Örnólfs Jónssonar, formanns samninganefndar flugmanna, býður félagið sammninga til þriggja ára með nánast engum hækkunum en það þýði í raun kjaraskerðingu í þeirri verðbólgu sem við búum við.

Félagsfundur FÍA, sem haldinn var í gærkvöldi, lýsir eindregnum stuðningi við samninganefnd sína. Þá verður verkfallsboðun borin undir atkvæði félagsmanna eftir helgi og verkfall boðað strax ef vilji félagsmanna er fyrir því.

Icelandair á einnig í viðræðum við flugfreyjur og flugvirkja en þær eru ekki komnar i eins hart og viðræðurnar við flugmenn.


Tengdar fréttir

Lítið svigrúm fyrir launahækkanir

„Það er afar sorglegt ef að fólk sem hefur það betra en margir aðrir í samfélaginu ætlar að grípa til verkfallsaðgerða og ég vona að til þeirra komi ekki," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair Group.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×