Innlent

Fólki fjölgar í Eyjum

Mynd/Vísir

„Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sautján ár að íbúum hefur fjölgað hér í Vestmannaeyjum," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. „Í fyrra vorum við 4.040 en síðast þegar ég gáði 4.080."

Hann segir þetta ekki einungis skrifast á versnandi atvinnuástand á höfuðborgarsvæðinu. „Ég segi það vegna þess að hlutfallslega var fjölgunin meiri á fyrri hluta árs." En hvað veldur? „Sveitarfélagið hefur verið að styrkjast seinustu árin, íbúar hafa miklar væntingar til bættra samgangna og svo hefur sjávarútvegurinn verið að eflast og fyrirtækin hér eru engin undantekning."

Bæjarstjórinn lofaði bæjarbúum allsherjar veisluhöldum þegar íbúum færi að fjölga og segist hann nú þurfa að fara að huga að því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×