Spyrja ítarlega út í ráðningu Jakobs Frímanns 8. maí 2008 13:04 MYND/Pjetur Fulltrúar minnihlutans í borgarráði hafa lagt fram ítarlegan spruningarlista vegna ráðningar Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála. Spurningarnar voru lagðar fram á fundi borgarráðs í morgun. Deilt hefur verið á laun Jakobs en hann fær 861 þúsund krónur í laun fyrir störf sín í borginni. Símtöl og tölvupóstar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar sem fólk hefur lýst óánægju sinni með launakjör Jakobs. Samkvæmt tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, er staða Jakobs ný. Áður hefði verið kynnt að til stæði að finna verkefnisstjóra fyrir miðborgina og að sú staða yrði ekki auglýst að minnsta kosti að sinni þar sem hugsanlega yrði verkefnisstjórinn fluttur úr öðrum verkefnum innan borgarkerfisins þar sem staðgóð þekking á stjórnkerfinu væri lykilatriði til að ná árangri í miðborginni.„Af þessu tilefni óska fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks svara við eftirfarandi spurningum.1. Borgarstjóri upplýsti um það í Kastljósviðtali að hann hafi væntingar til þess að umræddur starfsmaður muni starfa út kjörtímabilið. Hefur það breyst?2. Reglur borgarinnar um ráðningar gera ráð fyrir því að allar stöður til eins árs eða lengur skuli auglýsa. Hvaða rök eru til þess að auglýsa ekki stöðuna?3. Hvaða rök eru fyrir því að starfsmaðurinn sé umtalsvert hærri laun en allir aðrir verkefnisstjórar, velflestir forstöðumenn, s.s. framkvæmdastjórar annarra hverfa, skólastjórar og deildarstjórar hjá Reykjavíkurborg þótt þeir séu margir hverjir með tugi og hundruð undirmanna en framkvæmdastjóri miðborgar sé einyrki? Eru laun hans miðuð við laun aðstoðarmanns borgarstjóra?4. Hvernig samræmist það sveitarstjórnarlögum eða samþykktum Reykjavíkurborgar um hæfi og kjörgengi að umræddur starfsmaður sé jafnframt því að vera framkvæmdastjóri miðborgarmála formaður hverfisráðs miðborgar og varaformaður menningar- og ferðamálaráðs?5. Formaður hverfisráðs (Jakob Frímann Magnússon) hefur m.a. það hlutverk að vera tengiliður íbúa, félagasamtaka og stofnana við borgaryfirvöld og fylgjast með og hafa eftirlit fyrir hönd borgarstjórnar og þessara aðila um að borgin sé að sinna hlutverki sínu í hverfinu, s.s. framkvæmdastjóra miðborgar. Verður ekki að teljast óheppilegt að einstaklingar hafi eftirlit með sjálfum sér?6. Ofangreind ráðning hefur ekki komið til afgreiðslu eða umfjöllunar í borgarráði þrátt fyrir að hermt er að starfsmaðurinn heyri beint undir borgarstjóra, skv. skipuriti. Hverju sætir það og eru einhver fordæmi fyrir því að starfsmaður annar en aðstoðarmaður borgarstjóra heyri beint borgarstjóra en sé ráðinn án þess að slíkt sé samþykkt og kynnt í borgarráði?7. Borgarstjóri hefur komist svo að orði að starfsmaðurinn verði honum til aðstoðar við fleiri mál en þeim sem snúa að miðborginni og þurfi því að koma úr hópi pólitískra stuðningsmanna sinna? Hverjar eru heimildir borgarstjóra til að ráða sér fleiri en einn aðstoðarmann?8. Starfsmaðurinn hefur haft eftir borgarstjóra að verksvið hans sé að vera "framhandleggur borgarstjóra" í miðborgarmálum. Jafnframt að verksvið hans verði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmdum í miðborginni.Hvernig mun hið víðtæka valdssvið framkvæmdastjóra vera skilgreint?Hvaðan munu verkefnin flytjast?Hver verður skörun við verkefnis skipulags- og eignasjóðs/framkvæmdasviðs sem og verksvið viðkomandi ráða?Liggur erindisbréf starfsmannsins eða starfslýsing fyrir?9. Var í aðdraganda ráðningarinnar litið til umsókna þeirra sem sóttu um stöðu verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra í janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna?" segir í fyrirspurn minnihlutans. Tengdar fréttir Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra „Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar. 7. maí 2008 17:22 Borgarstarfsmenn brjálaðir vegna launa Jakobs Frímanns Tölvupóstar og símhringingar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna frétta af ráðningakjörum Jakobs Frímanns Magnússonar. 8. maí 2008 11:25 Laun Jakobs umtalsvert hærri en gengur og gerist í Ráðhúsinu Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri – grænna, segir laun Jakobs Frímanns Magnússonar hjá borginni í starfi framkvæmdarstjóra miðborgar umtalsvert hærri en gangi og gerist hjá verkefnastjórum í Ráðhúsinu. 7. maí 2008 22:33 Jakob Frímann með tæpar 900 þúsund á mánuði Jakob Frímann Magnússon fær rúmar 860.000 krónur á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinnar. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og er nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps nú fyrir stundu. 7. maí 2008 19:09 Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum. 8. maí 2008 10:15 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fulltrúar minnihlutans í borgarráði hafa lagt fram ítarlegan spruningarlista vegna ráðningar Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála. Spurningarnar voru lagðar fram á fundi borgarráðs í morgun. Deilt hefur verið á laun Jakobs en hann fær 861 þúsund krónur í laun fyrir störf sín í borginni. Símtöl og tölvupóstar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar sem fólk hefur lýst óánægju sinni með launakjör Jakobs. Samkvæmt tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, er staða Jakobs ný. Áður hefði verið kynnt að til stæði að finna verkefnisstjóra fyrir miðborgina og að sú staða yrði ekki auglýst að minnsta kosti að sinni þar sem hugsanlega yrði verkefnisstjórinn fluttur úr öðrum verkefnum innan borgarkerfisins þar sem staðgóð þekking á stjórnkerfinu væri lykilatriði til að ná árangri í miðborginni.„Af þessu tilefni óska fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks svara við eftirfarandi spurningum.1. Borgarstjóri upplýsti um það í Kastljósviðtali að hann hafi væntingar til þess að umræddur starfsmaður muni starfa út kjörtímabilið. Hefur það breyst?2. Reglur borgarinnar um ráðningar gera ráð fyrir því að allar stöður til eins árs eða lengur skuli auglýsa. Hvaða rök eru til þess að auglýsa ekki stöðuna?3. Hvaða rök eru fyrir því að starfsmaðurinn sé umtalsvert hærri laun en allir aðrir verkefnisstjórar, velflestir forstöðumenn, s.s. framkvæmdastjórar annarra hverfa, skólastjórar og deildarstjórar hjá Reykjavíkurborg þótt þeir séu margir hverjir með tugi og hundruð undirmanna en framkvæmdastjóri miðborgar sé einyrki? Eru laun hans miðuð við laun aðstoðarmanns borgarstjóra?4. Hvernig samræmist það sveitarstjórnarlögum eða samþykktum Reykjavíkurborgar um hæfi og kjörgengi að umræddur starfsmaður sé jafnframt því að vera framkvæmdastjóri miðborgarmála formaður hverfisráðs miðborgar og varaformaður menningar- og ferðamálaráðs?5. Formaður hverfisráðs (Jakob Frímann Magnússon) hefur m.a. það hlutverk að vera tengiliður íbúa, félagasamtaka og stofnana við borgaryfirvöld og fylgjast með og hafa eftirlit fyrir hönd borgarstjórnar og þessara aðila um að borgin sé að sinna hlutverki sínu í hverfinu, s.s. framkvæmdastjóra miðborgar. Verður ekki að teljast óheppilegt að einstaklingar hafi eftirlit með sjálfum sér?6. Ofangreind ráðning hefur ekki komið til afgreiðslu eða umfjöllunar í borgarráði þrátt fyrir að hermt er að starfsmaðurinn heyri beint undir borgarstjóra, skv. skipuriti. Hverju sætir það og eru einhver fordæmi fyrir því að starfsmaður annar en aðstoðarmaður borgarstjóra heyri beint borgarstjóra en sé ráðinn án þess að slíkt sé samþykkt og kynnt í borgarráði?7. Borgarstjóri hefur komist svo að orði að starfsmaðurinn verði honum til aðstoðar við fleiri mál en þeim sem snúa að miðborginni og þurfi því að koma úr hópi pólitískra stuðningsmanna sinna? Hverjar eru heimildir borgarstjóra til að ráða sér fleiri en einn aðstoðarmann?8. Starfsmaðurinn hefur haft eftir borgarstjóra að verksvið hans sé að vera "framhandleggur borgarstjóra" í miðborgarmálum. Jafnframt að verksvið hans verði yfirumsjón með skipulagi og framkvæmdum í miðborginni.Hvernig mun hið víðtæka valdssvið framkvæmdastjóra vera skilgreint?Hvaðan munu verkefnin flytjast?Hver verður skörun við verkefnis skipulags- og eignasjóðs/framkvæmdasviðs sem og verksvið viðkomandi ráða?Liggur erindisbréf starfsmannsins eða starfslýsing fyrir?9. Var í aðdraganda ráðningarinnar litið til umsókna þeirra sem sóttu um stöðu verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra í janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna?" segir í fyrirspurn minnihlutans.
Tengdar fréttir Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra „Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar. 7. maí 2008 17:22 Borgarstarfsmenn brjálaðir vegna launa Jakobs Frímanns Tölvupóstar og símhringingar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna frétta af ráðningakjörum Jakobs Frímanns Magnússonar. 8. maí 2008 11:25 Laun Jakobs umtalsvert hærri en gengur og gerist í Ráðhúsinu Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri – grænna, segir laun Jakobs Frímanns Magnússonar hjá borginni í starfi framkvæmdarstjóra miðborgar umtalsvert hærri en gangi og gerist hjá verkefnastjórum í Ráðhúsinu. 7. maí 2008 22:33 Jakob Frímann með tæpar 900 þúsund á mánuði Jakob Frímann Magnússon fær rúmar 860.000 krónur á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinnar. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og er nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps nú fyrir stundu. 7. maí 2008 19:09 Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum. 8. maí 2008 10:15 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra „Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar. 7. maí 2008 17:22
Borgarstarfsmenn brjálaðir vegna launa Jakobs Frímanns Tölvupóstar og símhringingar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna frétta af ráðningakjörum Jakobs Frímanns Magnússonar. 8. maí 2008 11:25
Laun Jakobs umtalsvert hærri en gengur og gerist í Ráðhúsinu Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri – grænna, segir laun Jakobs Frímanns Magnússonar hjá borginni í starfi framkvæmdarstjóra miðborgar umtalsvert hærri en gangi og gerist hjá verkefnastjórum í Ráðhúsinu. 7. maí 2008 22:33
Jakob Frímann með tæpar 900 þúsund á mánuði Jakob Frímann Magnússon fær rúmar 860.000 krónur á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinnar. Jakob er formaður hverfisráðs miðborgar og er nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps nú fyrir stundu. 7. maí 2008 19:09
Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum. 8. maí 2008 10:15