Enski boltinn

Moyes fékk bætur vegna ummæla Rooney

NordcPhotos/GettyImages

David Moyes, stjóra Everton, voru í dag dæmdar skaðabætur vegna ummæla Wayne Rooney um hann í ævisögu sinni fyrir nokkrum árum. Moyes þóttu ummælin grafa undan trúverðugleika sínum og ákvað að leita réttar síns.

Moyes fór í mál við Rooney, ævisöguritarann og bókaútgefandann og var þríeykinu í dag gert að greiða Moyes óuppgefnar miskabætur og biðja hann afsökunar.

Moyes sagðist í dag fyrst og fremst ánægður að vera búinn að hreinsa nafn sitt og sagðist ætla að gefa peninginn allan í eftirlaunasjóð leikmanna Everton. Hann óskaði Rooney alls hins besta í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×