Erlent

Enn átök í Grikklandi

Enn kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu víða í Grikklandi í nótt. Til óeirða hefur komið daglega í rúman hálfan mánuð.

Mótmælin blossuðu upp þegar lögregla skaut unglingspilt til bana í byrjun mánaðarins. Í nótt var grjóthnullungum og bensínsprengjum var kastað að lögreglu í höfuðborginni Aþenu og víðar. Ungmenni munu hafa haft sig mest í frami en hart var barist við háskóla í höfuðborginni þar sem minningarathöfn um unglinspiltinn sem lést var haldin. Mótmælin hafa þó einnig snúist um ástand efnahagsmála í Grikklandi vegna kreppunnar.

Atvinnuleysi er mikið meðal ungs fólks og vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa minnkað hratt. Þess er krafist að hún víki og boðað verði til nýrra kosninga. Kostast Karamanlis, forsætisráðherra, hefur ekki ljáð máls á því að segja af sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×