Innlent

Gísli Marteinn í launalaust leyfi

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi mun taka launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli greinir frá þessu í bloggfærslu sem hann skrifaði á vefsíðu sína nú í kvöld.

Þar segir Gísli að önninni hjá sér í Edinborgarskóla séu lokið og námið hafi gengið vel þrátt fyrir að hann hafi ekki getað sinnt náminu eins vel og hann vildi vegna starfa í borgarstjórn. Mikil vinna hafi farið í störfum fyrir nefnd sem vann að siðareglum borgarfulltrúa og nefnd um lausn á Miklubraut og Kringlumýrabraut.

Gísli segir að næsta önn verði snúnari í skólanum. Meira álag og kúrsarnir taki á efni sem hann hafi lítinn bakgrunn í. Ferðalögin heim hafi líka tekið mikinn tima og hann vilji helst sleppa við að leggja þau á fjölskyldu sína aftur. Þess vegna ákveði hann að taka sér launalaust leyfi frá borgarstjórn.

Gísli Marteinn var kjörinn borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn vorið 2006. Síðastliðið haust fór hann ásamt fjölskyldu sinni út til náms við Edinborgarháskóla. Hann tók sér ekki leyfi frá störfum borgarfulltrúa og hefur því flogið til Íslands til að vera viðstaddur borgarstjórnarfundi. Hann hefur hins vegar ekki verið viðstaddur alla fundi og hefur verið gagnrýndur fyrir það að þiggja laun sem embættismáður borgarinnar á meðan að námi stendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×