Innlent

Ekkert fast í hendi

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hér á landi að fylgjast með þróun efnahagsmála, en stjórnvöld hafa enn ekki beðið þá um aðstoð. Forsætisráðherra segir að gengi íslensku krónunnar verði óstöðugt á næstunni. Hann ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana í gær, en ekkert er fast í hendi

Forsætisráðherra sagði að frá og með næstu helgi eigi viðskipti milli Íslands og annarra landa að ganga eðlilega fyrir sig, hann hefði falið Seðlabanka Íslands að að tryggja slíkt. Nokkuð hefði borið á því að viðskipti milli landa hafi ekki gengið eins og til væri ætlast.

Þá sagði hann fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vera hér á landi. Geir sagðist í gær hafa rætt við alla hina norrænu forsætisráðherrana og farið yfir stöðuna með þeim. Aðspurður um hvað hann hefði átt við þegar hann í ávarpi á mánudag sagði að Ísland hefði stefnt í þjóðargjaldþrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×